Fara í efni
Mannlíf

Hús dagsins: Gamla Gróðrarstöðin

Ein af eyrunum undir Akureyrarbrekkunum er Krókeyri sem er, líkt og hin eiginlega Akureyri, að mestu orðin umlukin síðari tíma uppfyllingum. Á Krókeyri er m.a. safnasvæði Iðnaðarsafnsins og Mótorhjólasafnsins auk græns unaðsreits sem e.t.v. fáir vita af, þ.e. Gróðrarstöðvarreiturinn. Þar stendur einnig háreist timburhús frá upphafi 20. aldar, Gamla Gróðrarstöðin. Það var reist af Ræktunarfélagi Norðurlands, undir forystu Sigurðar Sigurðarsonar. Í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um þetta fallega hús.

Smellið hér til að lesa pistilinn