Fara í efni
Mannlíf

Hugmyndasamkeppni um „lifandi hafnarhverfi“

Hugmyndasamkeppni um „lifandi hafnarhverfi“

Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs í miðbæ Akureyrar. Það er Hafnasamlag Norðurlands sem stendur fyrir samkeppninni í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkitektafélag Íslands. Unnið er að endurbyggingu bryggjunnar; stálþil verður rekið niður um 20 metrum utan við núverandi bryggju og hún stækkar sem því nemur.

„Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar,“ segir í tilkynningu á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Þar segir að leitað sé eftir tillögu þar sem byggingar og almennarými hafi aðdráttarafl fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraraðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarekstri og verslun, einnig er talað um sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými. „Útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, s.s. útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum.“

Í dómnefnd sitja Ásthildur Sturludóttir bæjastjóri Akureyrarbæjar, formaður, Pétur Ólafsson hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands og Ágúst Hafsteinsson arkitekt, tilnefnd af Hafnarsamlagi Norðurlands, og arkitektarnir Árni Ólafsson og Guðrún Ragna Yngvadóttir, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands.

Áætlað er að dómnefnd kynni niðurstöðu í samkeppninni í lok apríl í vor.

Efni frá Austurbrú sturtað í höfnina