Fara í efni
Fréttir

Efni frá Austurbrú sturtað í höfnina

Jarðvegsvinna er hafin við Austurbrú í miðbænum, á milli Drottningarbrautar og Hafnarstrætis, þar sem töluverð byggð rís á næstu árum. Jarðvegurinn sem aka þarf burt fer ekki langt því honum er sturtað fram af Torfunefsbryggju, steinsnar norðar. 

Torfunefsbryggja er ónýt og löngu tímabært að endurnýja hana, að sögn Péturs Ólafssonar, hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands. Nýtt þil verður rekið niður 20 metrum utar en gamla þilið og bryggjan stækkuð sem því nemur. 

„Þetta er fyrsta skrefið í framkvæmdunum. Við reiknum með að reka niður stálþilið eftir um það bil eitt ár,“ sagði Pétur við Akureyri.net í morgun. Efnið sem höfnin fær vegna framkvæmdanna við Austurbrú er um 10% af því sem þarf, en Pétur segir ánægjulegt að ekki þurfi að flytja það lengra. „Það er umhverfisvænt að keyra efnið svona stutt.“

Töluverð landfylling og bryggja endurbyggð

„Fallegasti reitur Akureyrar“ 

Örstutt er frá byggingasvæðinu við Austurbrú norður að Torfunefsbryggju.