Fara í efni
Mannlíf

Hjálmur Jóhanns Helga „sigursæll“ með Þór/KA

Margrét Árnadóttir með hjálminn góða þegar leikmenn Þórs/KA fögnuðu sigurmarkinu í gær. Hún lagði einmitt upp markið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Mar­grét Árna­dótt­ir, leikmaður Þórs/​KA lék með hjálm í gærkvöldi þegar liðið vann Þrótt 1:0 í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Hún fékk höfuðhögg á móti Aftureldingu um daginn og missti af síðasta leik, gegn Selfossi.

Hjálm­urinn er nokkuð þekkt­ur norðan heiða eins og mbl.is vakti athygli á eftir leikinn, en hann er í eigu Jó­hanns Helga Hann­es­son­ar fyrr­ver­andi leik­manns karlaliðs Þórs. Jó­hann notaði hjálm­inn um nokk­urt skeið vegna tíðra höfuðmeiðsla á ferl­in­um.

Fyrr í sum­ar lék Andrea Mist Páls­dótt­ir, sam­herji Mar­grét­ar, með hjálm­inn um­talaða eftir að hún hafði fengið höfuðhögg. Hjálmurinn hefur því tekið þátt í tveimur leikjum, ef svo má segja, og unnið þá báða! Annar þjálfara Þórs gantaðist með það eftir leikinn í gær að hann myndi neyða einhvern leikmanna sinna til þess að bera hjálminn í næstu leikjum.

Smellið hér til að lesa frétt mbl.is