Fara í efni
Mannlíf

Halla Sif og Halldór slógu heiðurshöggin

Halldór Rafnsson og Halla Sif Svavarsdóttir á fyrsta teig í morgun. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Fyrstu keppendur hófu leik klukkan 7.30 á 80. Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli í morgun. Áður hafði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sett mótið við fyrst teig og Halla Sif Svavarsdóttir og Halldór Rafnsson slegið heiðurshöggin. Halla, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, sló fyrst og síðan Halldór, fyrrverandi formaður klúbbsins.

Skömmu síðar var fyrsta holl mætt til leiks; Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavík sló fyrstur, þá Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og loks Sigurður Arnar Garðarsson, einnig úr GKG.

Halla Sif Svavarsdóttir slær fyrra heiðurshöggið í morgun. 

Halldór Rafnsson horfir á eftir boltanum þegar hann sló heiðurshöggið.

Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, eftir að hann sló af fyrsta teig í morgun, fyrstur keppenda.