Fara í efni
Mannlíf

Hagnaður GA 26,3 milljónir króna í ár

Lokadagur Íslandsmótsins í golfi á Jaðarsvelli í sumar. Mótið þótti heppnast frábærlega. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Golfklúbbur Akureyrar hagnaðist um 26, 3 milljónir króna á árinu. Á síðasta starfsári var hagnaðurinn 18,5 milljónir og er því samtals tæpar 45 milljónir króna á tveimur árum. Aðalfundur GA fór fram að Jaðri í kvöld.

Tekjur GA í ár voru 210,6 milljónir samanborið við 179,5 milljónir í fyrra, sem er 17% aukning. Rektsrargjöld voru 178,6 milljónir samanborið við 154 milljónir árið áður. Hækkunin er 16%.

Ýmislegt fróðlegt má sjá í ársskýrslu GA. Hér eru dæmi:

  • Aldrei hafa fleiri hringir verið spilaðir að Jaðri en í sumar – alls 27.565 hringir.
  • Árið 2020 voru spilaðir 26.982 hringir á Jaðarsvelli. Til marks um hve fjölgunin er gífurleg má nefna að sumarið 2015 voru spilaðir 16.413 hringir á vellinum.
  • GA meðlimum fjölgaði talsvert en þeir telja nú rétt tæplega 900, af þeim eru 240 krakkar.
  • Met var slegið í sumar þegar rástímar fóru yfir 300 á einum og sama deginum

Bjarni Þórhallsson er formaður Golfklúbbs Akureyrar og framkvæmdastjóri er Steindór Kr. Ragnarsson.

Nánar síðar