Gamla-Gróðrarstöðin og skólinn sem aldrei varð
Eitt best varðveittasta leyndarmál Akureyrar er garðurinn við Gömlu-Gróðrarstöðina, segir Sigurður Arnarson sem í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar. Garðurinn á sér merka sögu og um tíma stóð til að stofna þar garðyrkjuskóla en málið var svæft í nefnd, segir Sigurður.
Í upphafi pistilsins segir Sigurður: „Um aldamótin 1900 var mikil vakning í ræktunarmálum á Íslandi. Þá var reynt að virkja almenning til fjölbreyttrar ræktunar og á þremur stöðum í Eyjafirði eru merkilegir trjáreitir eða -garðar frá þessum tíma.“
Fyrst beri að nefna Grundarreit, systurreit Furulundarins á Þingvöllum. „Svo má nefna Minjasafnsgarðinn. Til hans var stofnað skömmu fyrir aldamótin 1900 og fóru þar fram tilraunir með tré og annan gróður,“ segir Sigurður. „Fljótt kom í ljós að hann var of lítill fyrir yfirgripsmiklar tilraunir með trjárækt og þá kom þriðji reiturinn til sögunnar. Hann er efni þessa pistils. Fyrsta kastið gekk garðurinn undir nafninu Gróðrarstöðin meðal almennings. Stöðinni var komið á fót við Naustagil árið 1904 og þar má enn finna fögur og tignarleg tré sem plantað var í tilraunaskyni snemma á öldinni sem leið. “
Meira hér: Gamla-Gróðrarstöðin og garðyrkjuskólinn sem aldrei varð