Fara í efni
Mannlíf

Fyrsti pistill Þráins Lárussonar um mat

Þráinn Lárusson matreiðslumeistari skrifar vikulega pistla um mat fyrir akureyri.net næstu mánuði. Hann mun koma víða við og verður gjarnan á sögulegum nótum. Pistlana nefnum við MATARÞRÁ-INN og í þeim fyrsta, sem birtist í dag, fjallar Þráinn um paellu. Sá dásamlegi spænski hrísgrjónaréttur á sér merkilega sögu og pistlarnir verða tveir – sá seinni birtist eftir viku.

  • Þráinn er Akureyringur og hefur í fjöldamörg ár verið áberandi sem athafnamaður í ferðaþjónustu á Austurlandi þar sem hann hefur rekið bæði veitingastaði og hótel.
  • Pistill sem Þráinn skrifaði og akureyri.net birti í desember – Þegar mamma eyðilagði jólin – vakti miklu lukku.

Þráinn segir í pistli dagsins: Í Valenciu-héraði er paella valenciana næstum því heilög. Strangar reglur gilda um hvernig skuli elda hana og hvaða hráefni hún má innihalda. Rétturinn er einfaldur: kjúklingur og kanína, sniglar, tómatar, ólífuolía, ferskar hestabaunir og flatar belgbaunir. Eldunin getur byggst á kjúklingasoði en annars vatni, en kryddin mega aðeins vera saffran, paprikuduft og salt. Þeir allra hörðustu halda því fram að paella verði aðeins ekta ef hún er elduð utandyra, yfir opnum eldi frá sítrusvið. Og eins og heimamenn segja: „Si lleva cosas raras, no es paella.“ – „Ef hún inniheldur skrýtin hráefni, þá er þetta ekki paella.“

Grein Þráins í dag: Paella – ekki bara hrísgrjónaréttur