Fara í efni
Mannlíf

Frábær hugmynd að varðveita listaverkið

Verk Margeirs Sigurðarsonar á austurgafli Kaupvangsstrætis 6. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Verk Margeirs Sigurðarsonar á austurgafli Kaupvangsstrætis 6. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Formaður stjórnar Akureyrarstofu er mjög hrifinn af hugmyndinni um að varðveita listaverk Margeirs heitins Sigurðarsonar á austurgafli Kaupvangsstrætis 6, sem fjallað var um hér á Akureyri.net í gær.

„Mér finnst þetta frábær hugmynd,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og formaður stjórnar Akureyrarstofu. Hilda Jana segist munu setja málið á dagskrá strax á næsta fundi stjórnar Akureyrarstofu, sem fer með menningarmál í bæjarfélaginu.

Vakin var athygli á verkinu í Kaupvangsstræti í kjölfar þess að strætóskýli í Reykjavík var flutt af Njarðargötu til varðveislu við kaffihúsið Prikið í miðbænum, en andlitsmynd eftir Margeir er í skýlinu.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun gærdagsins um Margeir og listaverkið.