Fara í efni
Mannlíf

Fjölskylda Birkis spennt í Globen!

Allur hópurinn saman kominn skömmu áður en úrslitaþátturinn hófst. Ljósmyndir: Guðmundur Svansson.

Foreldrar Birkis Blæs, Elvý Guðríður Hreinsdóttir og Jón Óðinn Waage, verða í Globen í Stokkhólmi í kvöld þar sem úrslit sænsku Idol söngkeppninnar fara fram. Eyþór Ingi Jónsson, eiginmaður Elvýar og Inga Björk Harðardóttir, eiginkona Jóns Óðins, eru einnig í salnum ásamt kærustu Birkis, Rannveigu Katrínu Arnarsdóttur, bræðrum Birkis, dætrum Eyþórs Inga, afastrák hans og dóttur Ingu Bjarkar. Óhætt er að segja að hópurinn sé orðinn spenntur!

Akureyringurinn Guðmundur Svansson, ljósmyndari sem búsettur er í Svíþjóð, fylgist með gangi máli í Globen í kvöld. Hann tók myndir af spenntri fjölskyldunni rétt áður en haldið var inn í höllina.