Fara í efni
Mannlíf

Fannar bestur hjá Þór, Bjarni efnilegastur

Fannar Daði Malmquist Gíslason og Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Fannar Daði Malmquist Gíslason og Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Fannar Daði Malmquist Gíslason var valinn besti leikmaður meistaraflokks Þórs í knattspyrnu í sumar og Bjarni Guðjón Brynjólfsson efnilegastur. Lokahóf Þórsara fór fram í félagsheimilinu Hamri á laugardaginn.

Bjarni Guðjón var valinn besti leikmaður 2. flokks og Kristófer Kristjánsson efnilegastur. Bjarni Guðjón kom við sögu í 18 leikjum meistaraflokks Þórs í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, og tveimur í Mjólkurbikarkeppninni. Hann gerði fjögur mörk í deildinni, þar af tvö í síðasta leiknum, gegn Þrótti á laugardaginn. Bjarni varð 17 ára snemma árs og Kristófer 1. júlí. Leikmaður leikmannanna í 2. flokki var valinn Ragnar Óli Ragnarsson.

Baldvinsbikarinn var veittur nú í þriðja sinn en hann hlýtur sá leikmaður í 2. flokki karla sem þykir hafa skarað fram úr sem góður liðsfélagi. Baldvinsbikarinn er gefinn af Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar. Stefán Árdal hlaut hann að þessu sinni.

Fannar Daði Malmquist Gíslason, til vinstri, og Bjarni Guðjón Brynjólfsson, ásamt þjálfurunum Jóni Stefáni Jónssyni og Sveini Elíasi Jónssyni á lokahófinu.