Fara í efni
Mannlíf

Eyþór og Andrea juku forskotið í dag

Eyþór Hrafnar Ketilsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir eru með forystu í meistaraflokkunum eftir annan dag af fjórum á Akureyrarmótinu í golfi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Eyþór Hrafnar Ketilsson er með þriggja högga forystu í meistaraflokki karla eftir annan dag Akureyrarmótsins í golfi og Andrea Ýr Ásmundsdóttir jók forystuna svo um munar í meistaraflokki kvenna; er nú 14 höggum á undan Köru Líf Antonsdóttur sem er í öðru sæti.

Eyþór Hrafnar lék á einu höggi yfir pari Jaðarsvallar í gær en tveimur yfir pari í dag. Andrea Ýr, sem lék á tveimur höggum yfir pari í gær, náði sér ekki eins vel á strik í dag og var á 10 yfir pari.

Eyþór hefur leikið samtals á þremur höggum yfir pari, sló 72 högg í gær en 73 í dag og er því á 145 höggum. Lárus Ingi Antonsson, Akureyrarmeistarinn frá því í fyrra, lék einnig á 73 höggum í dag og er samtals á 148.

Tumi Hrafn Kúld og Veigar Heiðarsson voru jafnir í öðru sæti eftir fyrsta daginn á 74 höggum, tveimur á eftir Eyþóri Hrafnari, en Tumi lék á 76 í dag og er í þriðja sæti á alls 150 höggum en Veigar lék á 84 höggum og er kominn niður í fimmta sæti.

Staðan í meistaraflokki karla er þessi:

  • 145 Eyþór Hrafnar Ketilsson, 72 - 73
  • 148 Lárus Ingi Antonsson, 75 - 73
  • 150 Tumi Hrafn Kúld, 74 -76
  • 157 Mikael Máni Sigurðsson, 81 76 
  • 158 Veigar Heiðarsson, 74 - 84
  • 159 Magnús Finnsson, 76 - 83
  • 160 Óskar Páll Valsson, 81 - 79
  • 162 Patrik Róbertsson, 79 - 83
  • 163 Örvar Samúelsson, 79 - 84

Staðan í meistaraflokki kvenna:

  • 154 Andrea Ýr Ásmundsdóttir, 73 - 81
  • 168 Kara Líf Antonsdóttir, 82 - 86
  • 170 Kristín Lind Arnþórsdóttir, 82 - 88

Keppni heldur áfram í fyrramálið og mótinu lýkur á laugardaginn.