Fara í efni
Mannlíf

Er Aðalstræti 2 mest breytta hús bæjarins?

„Yst við Aðalstræti, neðst í rótum brekkunnar miklu norður af Búðargili stendur reisulegt og stórbrotið hús,“ segir Arnór Bliki Hallmundsson  í upphafi nýjasta pistils í röðinni vinsælu, Hús dagsins. Þar fjallar hann um Aðalstræti 2 á Akureyri.

„Helstu sérkenni þess eru kvistar miklar og viðbygging nyrst sem saman mynda heildarsvip, sem minna kann á misstórar burstir. Við fyrstu sýn gæti þetta hús verið fjölbýlishús frá fyrri hluta eða miðri 20. öld en staðreyndin er sú, að hér er um að ræða, að stofni til, hús frá miðri 19. öld, eitt af elstu húsum Akureyrar,“ segir Arnór Bliki í stórfróðlegum og skemmtilegum pistli. „Það er þó önnur staðreynd að húsið er vægast sagt gjörbreytt frá upprunalegri gerð, stundum talið það hús bæjarins sem er mest breytt frá upphafi. Hér hafa m.a. verið ýmsar verslanir, Amtsbókasafnið, úrsmíða- og gullsmíðaverkstæði og barnaskóli á tímabili. En suðurhluti hússins Aðalstræti 2, var eitt sinn ein hæð með háu risi, ekki ósvipaður t.d. Aðalstræti 50 og 52 og Laxdalshúsi.“

Pistill Arnórs Blika: Aðalstræti 2