Fara í efni
Mannlíf

Íþróttabræðurnir fjölga mannkyninu

Arnór Þór með nýfæddan soninn í gær. Til hægri eru Aron Einar og Kristbjörg með Alexander í byrjun o…
Arnór Þór með nýfæddan soninn í gær. Til hægri eru Aron Einar og Kristbjörg með Alexander í byrjun október.

Íþróttabræðurnir snjöllu frá Akureyri, Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir, hafa alla tíð verið afar samrýmdir. Því kemur kannski ekki á óvart að báðir hafi fjölgað mannkyninu með stuttu millibili undanfarið en reyndar mun ekki um samantekin ráð hafa verið að ræða!

Aron Einar, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona hans, eignuðust þriðja soninn 1. október og í gær, 29. nóvember, fæddi Jovana Lilja Stefánsdóttir, eiginkona handbolta- og landsliðsmannsins Arnórs Þórs, annað barn þeirra hjóna. Aron og Kristbjörg búa í Katar þar sem Aron leikur með liði Al-Arabi. Arnór og Jovana búa hins vegar í Þýskalandi þar sem hann starfar sem leikmaður Bergischer.

Þriðja syni Arons og Kristbjargar var gefið nafnið Al­ex­and­er Malmquist Arons­son. Fyrir áttu þau Ólíver og Trist­an. Jovana og Arnór hafa nú þegar gefið hinum nýfædda dreng nafn - Alex Þór Arnórsson. Fyrir áttu þau dótturina Díönu.

Akureyri.net sendir bræðrunum og fjölskyldum þeirra innilegar hamingjuóskir.