Fara í efni
Mannlíf

Enginn fulltíða gat verið án brilljantíns

Það var eitthvað við lyktina sem vakti athygli mína, þegar pabbi var að hafa sig til fyrir dansiböllin niðri á Hótel KEA. En ég man ekki betur en að hann hafi úðað einhverju kremi í hárið á sér, litlu eftir að hann var stiginn upp úr baðkarinu, og greitt það svo á alla kanta þar til sveipurinn var að hans skapi.

Þannig hefst 89. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Þetta var brilljantín. Ég frétti það nokkru seinna. En það væri efni sem enginn fulltíða karlmaður á efstu tindum áttunda áratugarins gæti verið án, ef hann ætlaði sér á annað borð að vera hæstmóðins með öðru fólki.

Pistill dagsins: Brilljantín