Fara í efni
Mannlíf

Eina skip dagsins er nýlegur „góðkunningi“

Aðeins eitt skemmtiferðaskip verða við bryggju á Akureyri í dag. Þar er á ferð sjálfur „góðkunningi“ bæjarbúa, Zuiderdam, sem komst í fréttir snemma í síðasta mánuði þegar þykkan reyk lagði lengi dags frá skipinu.

  • Zuiderdam – 1.848 farþegar, 800 í áhöfn – Tangabryggja – Koma 07.00 – Brottför 16.00

Skemmtiferðaskip í ágúst

Upplýsingar birtar daglega í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands