Fara í efni
Mannlíf

AIDAsol var fyrsta farþegaskipið í ár

AIDAsol við Oddeyrarbryggju í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins var á Akureyri í dag; AIDAsol lagðist að Oddeyrarbryggju snemma í morgun og hélt úr höfn á ný um áttaleytið í kvöld.

Farþegar um borð í AIDAsol eru 2.194 en starfsmenn 646. SKipið er 253 m langt og 37,6 m á breidd.

Næsta skip kemur til Akureyrar um næstu helgi og það þriðja mánudaginn 22. apríl. Fleiri verða þau ekki í þessum mánuði.

AIDAsol