Fara í efni
Mannlíf

Ég held að landsmenn ættu að líta sér nær

„Það er ekki ofsögum sagt með þessa Íslendinga, sem hvarvetna þykjast skara fram úr og vita allt betur en aðrir. Stundum er þetta virkilega hvimleitt, stundum hjákátlegt. Ég vissi allavega ekki hvort ég ætti að hrista höfuðið eða skella upp úr þegar ég heyrði því fleygt að Aðalsteinn Öfgar væri ekki til nema í huga mér, hann væri uppspuni frá rótum!“

Þannig hefst pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar sem Akureyri.net birtir í dag. Pistlar hans þar sem þeir Aðalsteinn ræða eitt og annað í samfélaginu hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. 

Stefán segir: „Ég gat ekki annað en móðgast fyrir hönd hans þar sem hann situr sveittur undir fræðilegum fyrirlestrum og opnar sig í grúppum á Vogi þessa dagana. Svo hef ég líka heyrt fólk hneykslast á þessum öfgafulla afdalamanni og skoðunum hans en það er þó fólk sem veit að maðurinn er til.“

Margt ber á góma í dag sem endranær. Stefán upplýsir að Aðalsteinn hafi hringt af Vogi „og segja má að pistillinn sé innblásinn af því samtali.“

Pistill Stefáns Þórs í dag: Öfgafullur afdalamaður