Fara í efni
Mannlíf

Boðið upp á Diskósúpu og Reddingakaffi í dag

Evrópsk nýtnivika stendur yfir eins og Akureyri.net hefur áður fjallað um og í tilefni hennar eru tveir áhugaverðir viðburðir á Amtsbókasafninu í dag. Annars vegar verður boðið upp á Diskósúpu frá klukkan 18.00 til 19.00, hins vegar verður Reddingakaffi frá klukkan 19.00 til 22.00.
 

„Diskósúpa er súpa sem elduð er úr grænmeti sem komið er á síðasta séns, er útlitsgallað eða ekki söluhæft af öðrum ástæðum. Sveinn Thorarensen matreiðslumeistari eldar súpuna en Krónan leggur til grænmetið. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir og súpubirgðir endast!“ segir á vef Amtsbókasafnsins.

Síðan segir: „Kl. 19 hefst Reddingakaffi á Amtsbókasafninu þar sem fólk kemur saman til þess að lagfæra föt og hluti. Það er því tilvalið að fá sér súpu áður en farið er að stoppa í föt eða lagfæra jólaseríur.“