Fara í efni
Mannlíf

Bjarni skoraði tvö og Þór vann Þrótt

Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði tvö mörk fyrir Þór í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði tvö mörk fyrir Þór í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar luku keppni í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag með 3:2 sigri á Þrótturum í Reykjavík. Þórsliðið endar því í níunda sæti deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og voru komnir í 2:0 eftir 12 mínútur en hinn 17 ára Bjarni Guðjón Brynjólfsson minnkaði muninn fyrir Þór með góðu skoti rétt utan vítateigs þegar 15 mínútur voru búnar.  Bjarni gerði sér svo lítið fyrir og skoraði aftur og jafnaði, með frábæru skoti, eftir 57 mínútur. Það var svo Fannar Daði Malmquist sem gerði sigurmarkið skömmu síðar; skaut langt utan af velli, boltinn fór í Þróttara og breytti um stefnu þannig að markvörðurinn átti ekki möguleika á að verja. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Nánar síðar