Fara í efni
Mannlíf

Frábær stemning í Idol stúdíóinu – MYNDIR

Birkir Blær Óðinsson og þáttarstjórnandinn Pär Lernström á sviðinu í Stokkhólmi í kvöld. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Stemningin var frábær í sænska Idol stúdíóinu í Stokkhólmi í kvöld þar sem átta söngvarar komu fram í beinni útsendingu og sjö voru kosnir áfram fyrir frammistöðuna síðasta föstudag, þeirra á meðal Birkir Blær Óðinsson eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í kvöld.  

Jón Óðinn Waage, faðir Birkis Blæs, var í salnum ásamt Ingu konu sinni ásamt vinum og fleiri aðdáendum íslenska söngvarans.

Enn einn Akureyringurinn, Guðmundur Svansson sem búsettur er í Svíþjóð, var á svæðinu í kvöld og fylgdist grannt með öllu fyrir Akureyri.net í gegnum myndavélina.

Sjón er sögu ríkari!