Fara í efni
Mannlíf

Birkir kominn í sjö manna úrslit Idol

Birkir Blær Óðinsson á sviðinu í Stokkhólmi í kvöld; til vinstri er einn dómaranna, Alexander Kronlund, sem hljóp upp á svið og faðmaði Birki eftir að hann lauk! Til hægri er þáttarstjórnandinn, Pär Lernström. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Birkir Blær Óðinsson er kominn í sjö manna úrslit í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4. Í þætti kvöldsins söng hann lagið It's A Man´s, Man´s, Man´s World sem James Brown gerði frægt á sínum tíma. Dómararnir voru gríðarlega hrifnir af frammistöðu Eyfirðingsins unga, eins og áður, og einn þeirra, Alexander Kronlund, hljóp upp á svið og faðmaði Birki Blæ að sér!