Mannlíf
														
Birkir: It‘s A Man‘s Man‘s World – MYNDBAND
											
									
		13.12.2021 kl. 06:00
		
							
				
			
			
		
											
											Birkir Blær flytur lagið It's A Man's, Man's, Man's World í úrslitaþættinum á föstudagskvöldið. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.
									Birkir Blær Óðinsson, sem sigraði í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 á föstudagskvöldið, flutti þrjú lög í úrslitaþættinum.
Lag númer tvö í röðinni var soul-smellurinn frábæri It‘s A Man‘s, Man‘s, Man‘s World sem Bandaríkjamaðurinn James Brown gerði gríðarlega vinsælt fyrir margt löngu. Smellið hér til að horfa og hlýða á Birki flytja lagið.
Fyrsta lagið hans í úrslitaþættinum var All I ask, sem breska söngkonan Adele gerði vinsælt fyrir nokkrum árum. Akureyri.net birti myndband af flutningi Birkis í gærkvöldi. Hér er hægt að sjá hann og heyra.