Fara í efni
Mannlíf

Birkir í beinni á Vamos og Verksmiðjunni

Birkir Blær og stjórnandi Idol þáttarins, Pär Lernström, á sviðinu í Stokkhólmi á dögunum. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Úrslitaþáttur sænsku Idol söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld verður í beinni útsendingu á tveimur veitingastöðum á Akureyri. Síðustu vikur hefur þátturinn verið sýndur á Vamos við Ráðhústorg en tilkynnt var í morgun að þáttur kvöldins verður einnig sýndur beint á Verksmiðjunni á Glerártorgi.

Birkir Blær Óðinsson og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa til úrslita í kvöld, sem kom ekki á óvart eftir fjögurra manna undanúrslitin fyrir viku. Birkir og Jacqline voru lang bestu söngvararnir í hópnum.

Úrslitin fara fram í Globen höllinni (Avicii Arena) í Stokkhólmi þar sem 16.000 áhorfendur komast fyrir! Svíar hafa mikinn áhuga á keppninni og gert er ráð fyrir miklum fjölda fólks í höllinni.

Þáttur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og Akureyri.net fylgist að sjálfsögðu grannt með gangi mála sem fyrr.