Fara í efni
Mannlíf

Birkir fer á kostum 12 ára – MYNDBAND

Birkir Blær Óðinsson 13 ára, ári eftir að myndbandið með fréttinni var tekið upp. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Birkir Blær Óðinsson, 21 árs Akureyringur, hefur slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni, eins og dyggir lesendur vita mætavel.

Myndband sem birt var hér á Akureyri.net síðastliðinn föstudag vakti gríðarlega athygli. Þar frumflutti barnahópur í Hrafnagilsskóla lag eftir Birki átta ára gamlan og hann lék á píanó.

Hér er annað myndband, frá því Birkir var 12 ára. Hljómsveitin Beasts of Odinn, sem í voru fjórir synir Jóns Óðins Waage, flytur lagið Voice in the dark sem Birkir Blær samdi. Þarna eru bræðurnir að hita upp fyrir Hvanndalsbræður í Hofi árið 2012.

Smellið hér til að sjá og heyra bræðurnar flytja lagið.

Hreinn Orri trommuleikari er aðeins níu ára, söngvarinn Jóhann, lengst til vinstri, er 23 ára, Birkir Blær er í miðjunni – og fer hamförum á gítarinn í hluta lagsins – og hægra megin er bassaleikarinn Óðinn, 15 ára.

Smellið hér til að sjá og heyra Birki og skólasystkin hans í Hrafnagilsskóla flytja lagið sem hann samdi átta ára.