Fara í efni
Mannlíf

Birkir dásamaður af dómara í sænska Idol

Birkir dásamaður af dómara í sænska Idol

Birkir Blær Óðinsson, 21 árs tónlistarmaður frá Akureyri, tekur þátt í sænsku söngkeppninni Idol í ár. Hann komst í gegn um áheyrnarprufur og þá tók einn dómaranna þannig til orða, skv. heimildum Akureyri.net, að frammistaða hans hefði verið ein besta prufan í sögu keppninnar, og að hann væri tilbúinn í heimstónleikaferðir!

Önnur umferð er eins konar útsláttarkeppni og er sú keppni sýnd í sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Spennandi verður að sjá hvort Birkir Blær kemst áfram í kvöld, en miðað við orð dómara kæmi það ekki á óvart. Næsta umferð verður seinna í þessum mánuði, þá verður keppendum fækkað niður í 12. Eftir það hefjast beinar útsendingar.

Nokkrir af þekktustu söngvurum Svía hafa tekið þátt í keppninni. Má þar helst nefna Laureen, Måns Zelmerlöw, Tusse Chiza og Agnes. Þáttaröðin er mjög vinsæl í Svíþjóð og margverðlaunuð.

Birkir, sem er búsettur í Gautaborg, stundar þar tónsmíðar og upptökur. Hann gaf út fyrstu plötu sína Patient fyrir ári síðan. Hún er hér

Síður Birkis: 

https://www.birkirblaer.com

https://www.instagram.com/birkir.blaer/

https://www.facebook.com/birkirblaerodinsson