Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær komst áfram í sænska Idol

Birkir Blær Óðinsson. Ljósmynd: Daníel Starrason.

Birkir Blær Óðinsson, 21 árs tónlistarmaður frá Akureyri, komst í dag áfram í sænsku söngkeppninni Idol. Í upptöku kvöldsins söng hann lagið Love On The Brain, sem Rihanna flutti á sínum tíma.

„Mér gekk mjög vel og dómararnir voru ánægðir,“ sagði Birkir Blær við Akureyri.net í dag. Það er kurteislega orðað hjá tónlistarmanninum unga því dómararnir hældu honum á hvert reipi og hann „flaug“ áfram í næstu umferð! 

Í næstu viku verður Idol þáttur á hverju virku kvöldi. Birkir Blær ríður á vaðið; verður einn fimm söngvara sem koma fram á mánudaginn. „Það verður fyrsta beina útsendingin  – og vonandi fæ ég að syngja aftur á föstudeginum.“ sagði Birkir Blær í dag. Þá koma þeir fram sem halda áfram í keppninni.

Smellið hér til að lesa um frammistöðu Birkis í áheyrnarprufunum.