Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær í 13 manna úrslit sænska Idol

Birkir Blær Óðinsson í sænsku Idol söngkeppninni. Skjáskot af TV4.

Birkir Blær Óðinsson, 21 árs tónlistarmaður frá Akureyri, komst í kvöld áfram í sænsku söngkeppninni Idol. Að þessu sinni söng hann lagið Sexy and I know it. Nú eru 13 keppendur eftir og Idol verður í beinni útsendingu næstu 12 föstudagskvöld á sjónvarpsstöðinni TV 4, allt þar til einn stendur uppi sem sigurvegari um miðjan desember.

Fyrri fréttir Akureyri.net um þátttöku Birkis Blæs í sænska Idol eru hér og hér og hér