Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær fór áfram í Idol

Birkir Blær fór áfram í Idol

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaðurinn ungi frá Akureyri, komst áfram í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Birkir flutti lagið Húsavík (My Home Town) úr húsvísku Hollywood myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Birkir Blær flutti lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo á föstudaginn var, með miklum tilþrifum. Dómararnir jusu hann lofi en áhorfendur ráða - og kusu Birki einmitt áfram í kvöld fyrir þá frammistöðu. 

Nánar síðar