Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær flaug áfram í næstu umferð

Skjáskot af TV4 í kvöld.
Skjáskot af TV4 í kvöld.

Birkir Blær Óðinsson var kosinn áfram í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld, eins og hefð er orðin fyrir á föstudögum! Að þessu sinni söng hann ABBA-lagið Lay all your love on me.

Sænski  dómarakvartettinn hélt sínu striki ekki síður en Birkir; jós hann lofi fyrir frammistöðuna. Átta eru nú eftir í keppninni.