Bibliotekið – í senn stórbrotið og látlaust
„Aðalstræti 40 er einhvern veginn í senn stórbrotið og látlaust. Enda þótt því hafi verið „gjörbylt margsinnis“ er það algjörlega einstakt með sínu sérstæða viðbyggingasafni og kvisturinn mikli, svalirnar og skyggnið setja á það einkennandi svip.“
Þetta segir Arnór Bliki Hallmundsson meðal annars í nýjum stórfróðlegum og skemmtilegum pistli í röðinni Hús dagsins, um Aðalstræti 40. Saga þess er næsta ótrúleg. Húsið er „í mjög góðri hirðu, skartar t.d. nýlegri járnklæðningu og nýjum margskiptum gluggum. Umhverfi þess er einnig sérlega gróskumikið og þar ber e.t.v. mest á birkitré miklu, nærri suðausturhorni lóðarinnar. Húsið er vitaskuld aldursfriðað, byggt margt löngu fyrir 1923 og í Húsakönnun 2012 er það sagt hluti af einstakri húsaröð sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi.“
Pistill Arnórs Blika: Aðalstræti 40 (Bibliotekið)