Fara í efni
Mannlíf

Bærinn sýni frumkvæði í málefnum Oddeyrar

Bærinn sýni frumkvæði í málefnum Oddeyrar

Jón Ingi Cæsarsson, íbúi á Oddeyri og fyrrverandi formaður Skipulagsnefndar Akureyrar, hvetur bæjaryfirvöld til að taka upp formlega vinnu „við að koma málum á Tanganum og Oddeyri í farveg.“

Hann nefnir að árið 2009 hafi komið út skýrsla „þar sem tekin var umræða um Oddeyri og henni var ætlað að taka frumkvæði að uppbyggingu á Eyrinni. Að þessari skýrslu komu margir hagsmunaaðilar og skipulagsnefnd leiddi.“

Jón segir að eftir bæjarstjórnarkosningar 2010 hafi pólitíkin ekki séð ástæðu til að halda áfram umræðum um skipulag og framtíð Oddeyrar „og skýrslan fékk pláss í hinum djúpu skúffum bæjaryfirvalda. Frumkvæðinu og vinnunni var ekki fram haldið.“

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga.