Fara í efni
Mannlíf

Átta kosta átta hundruð, og reiknaðu nú!

Málverk Steingríms St. Th. Sigurðssonar af Akureyri. Myndin er í eigu þess ónefnda Akureyrings sem skrifar greinina.

Ónefndur Akureyringur sendi Akureyri.net grein til birtingar þar sem hann rifjar upp fyrstu skrefin á vinnumarkaði og segir frá eftirminnilegum samstarfsmönnum.

Einn úr hópi vinnufélaga stendur upp úr í minningunni, segir greinarhöfundur: Tóbaks-Steini, sem svo var kallaður. Léttölið Thule lageröl, sem bruggað var í Sana á Akureyri, var í miklu uppáhaldi hjá Steina og hann pantaði sér gjarnan átta flöskur í einu í sjoppu.

Í greininni segir:

„Eitt sinn var Steini að þjóra Thule í Olís-sjoppunni við Tryggvabraut þegar hinn geðþekki stærðfræðikennari í Iðnskólanum, Kalli „bros“, kom inn í sjoppuna, eftir að hafa fyllt jeppann sinn af eldsneyti. Þegar hann sá Steina með ókjör af öli fyrir framan sig spurði hann kallinn hvað ein flaska af Thule kostaði. Þá rumdi í Steina: „Það veit ég ekki“. En bætti svo við: „Eitt veit ég þó, að átta kosta átta hundruð, og reiknaðu nú.“

Smellið hér til að lesa þessa bráðskemmtilegu grein.