Fara í efni
Mannlíf

Annar sigurleikur Þórsara í röð

Þórsarar fagna seinna marki Alexanders Más Þorlákssonar í kvöld. Frá vinstri: Harley Willard, Ion Perelló Machi, Bjarni Guðjón Brynjólfsson á bak við hann, Alexander Már, Kristófer Kristjánsson og Nikola Kristinn Stojanovic. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sigruðu Knattspyrnufélag Vesturbæjar (KV) næsta örugglega í kvöld, 3:1, í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikið var á Þórsvellinum (SaltPay vellinum).

Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Alexander Már Þorláksson tvö mörk fyrir Þór á fyrstu níu mínútum þess seinni. Í bæði skiptin fékk hann sendingu inn fyrir vörnina, fyrst frá Nikola Stojanovic og síðan Harley Willard, og skoraði af öryggi. Willard gerði þriðja mark Þórs þegar stundarfjórðungur var eftir en gestirnir minnkuðu muninn í blálokin þegar Björn Axel Guðjónsson skoraði.

Eftir leiki kvöldsins er Þór í níunda sæti með 11 stig eftir 10 leiki, fór upp fyrir Aftureldingu sem tapaði 2:1 fyrir Kórdrengjum og er með 10 stig, en á reyndar einn leik til góða. Grótta vann Fjölni 4:1 og fór á toppinn, HK vann Grindavík 2:1, Vestri vann Selfoss 1:0 á útivelli og Þróttur í Vogum tapaði heima fyrir Fylki, 3:0.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna