Fara í efni
Mannlíf

Andrea áfram þriðja og Veigar upp í 17. sæti

Andrea Ýr Ásmundsdóttir slær á Urriðavelli í gær. Ljósmynd: Golfsamband Íslands

Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar er í þriðja sæti eftir annan keppnisdag í gær á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli Golfklúbbssins Odds í Garðabæ eins og eftir fyrsta daginn.

Tumi Hrafn Kúld lék best akureyrsku karlanna í gær, fór 18 holur á 69 höggum (2 undir pari) og Veigar Heiðarsson lék á 70 höggum (1 undir pari). Tumi náði sér alls ekki á strik á fyrsta degi en notaði 15 höggum færra í gær! Hann er kominn upp í 43. sæti en Veigar hefur leikið mun jafnar og er í 17. sæti. Veigar lék fyrr níu holurnar í gær á pari og þar seinni á 1 höggi undir pari.

Í karlaflokki er Andri Þór Björnsson í efsta sæti líkt og eftir fyrsta keppnisdaginn. GR-ingurinn lék á 66 höggum í gær og er á 9 höggum undir pari vallarins.

Í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, efst á 2 höggum undir pari; hefur leikið báða hringina á 70 höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er í öðru sæti á pari vallarins og jafnar í þriðja sæti eru Andrea Ýr, Andrea Bergsdóttir, GKG og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, á 3 höggum yfir pari, fimm höggum á eftir Ragnhildi.

Keppni heldur áfram í dag og síðasti dagur mótsins er á morgun.

Staða Akureyringanna á Íslandsmótinu er sem hér segir. Samtals höggafjöldi eftir tvo daga, högg yfir pari, höggafjöldi hvorn dag og sæti á mótinu.

Kvennaflokkur

  • 145 – Andrea Ýr Ásmunsdóttir (+3)  7273 (3. - 6. sæti)

Karlaflokkur

  • 145 – Veigar Heiðarsson (+3)  7570 (17. - 19. sæti)
  • 153 – Tumi Hrafn Kúld (+11) 8469 (43. - 47. sæti)
  • 154 – Skúli Gunnar Ágústsson (+12) 7480 (48. - 51. sæti)
  • 155 – Valur Snær Guðmundsson (+13) 8075 (52. - 62. sæti)

Eftirtaldir komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum og eru því hættir keppni:

  • 159 – Mikael Máni Sigurðsson (+17)  86 73
  • 167 – Lárus Ingi Antonsson (+25) 87 80
  • 168 – Óskar Páll Valsson (+26) 8385

Skor keppenda er skráð um leið og keppni á hverri braut er lokið og hægt er að fylgjast með gangi mála á vefnum.

Smellið hér til að sjá tölfræðina í karlaflokki og hér til að fylgjast með kvennaflokknum.