Fara í efni
Mannlíf

Amma og afi og ábyrgð – og ís í morgunmat ...

„Að vera amma er góð skemmtun. Þetta er hlutverk sem mér hlotnaðist óvænt á unga aldri ef svo má segja. Í dag á ég meira að segja tvö barnabörn, stúlku sem verður fimm ára á árinu og dreng sem verður þriggja. En það er ekki bara undur gaman að vera amma það er líka gefandi og svo fylgir því mikil ábyrgð eins og öllum gjöfum Guðs.“

Þetta sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, í prédikun við messu í morgun. Þessi skemmtilega og umhugsunarverða prédikunin er birt í heild sem pistill á Akureyri.net.

Hildur segir marga tala um að ömmu- og afahlutverkið sé einmitt svo skemmtilegt vegna þess að þá beri maður ekki jafn mikla ábyrgð eins og í uppeldi eigin barna. 

„Allt má heima hjá ömmu og afa. Súkkulaði og ís í morgunmat og alls konar önnur mótmæli gegn markmiðum manneldisráðs,“ skrifar Hildur. „En þrátt fyrir að ýmislegt megi heima hjá ömmu og afa sem ekki má hjá mömmu og pabba þá þýðir það ekki að ábyrgð ömmu og afa sé minni. Þar sem barn er annars vegar er ábyrgð allra mikil. Amma og afi hafa kannski svolítið öðrum hlutverkum að gegna, hlutverkum sem gjaldfella þó ekki stöðu þeirra sem uppalendur. Amma og afi eiga að sjálfsögðu að veita aga og setja mörk því það er svo stór partur af því að byggja upp traust í samskiptum við börnin.“

Smellið hér til að lesa prédikun Hildar Eirar