Fara í efni
Mannlíf

Akureyrarvaka laugardag – MYNDIR

Söngvarinn Unnsteinn Manuel Stefánsson tryllir lýðinn neðst í Listagilinu í gærkvöldi, þegar hann bauð upp á dúndrandi danstónlist í samvinnu við raftónlistarmanninn Hermigervil. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarhátíðin Akureyrarvaka var sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldið, ýmislegt var þá til skemmtunar. Hátíðin hélt áfram í gær og lýkur í dag. Hér má sjá svipmyndir af hinu og þessu í gær; kassaklifri sem skátar buðu upp á við Hof, fornbílasýningu í Listagilinu, börnum að leik á Ráðhústorgi, þar var líka poppað yfir lifandi eldi og einhverjir tefldu. Listamaðurinn Kalli, Karl Guðmundsson, var líka þar á ferð með Gallerí Kalla.

Í gærkvöldi var ýmis tónlist í boði í Listagilinu, meðal annars komu fram saman söngvarinn Unnsteinn Manuel Stefánsson og raftónlistarmaðurinn Hermigervill sem trylltu lýðinn með dúndrandi danstónlist. Þá var Friðarvaka að vanda; Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju sagði nokkur orð og Skátafélagið Klakkur sá um að tendra mikinn fjölda kerta í kirkjutröppunum en kertin höfðu sjálfboðaliðar Rauða krossins við Eyjafjörð selt.

Sérstök umfjöllun er hér um tónlistardagskrána Þó líði ár í öld í Hofi í gærkvöldi, þar sem saga Tónaútgáfunnar var rakin í tali og tónum.

LÍF OG FJÖR Í MIÐBÆNUM

Listamaðurinn Kalli, Karl Guðmundsson, ásamt Ingibjörgu Auðunsdóttur móður sinni á Ráðhústorgi í gær. Til vinstri er Jón Karl Helgason kvikmyndatökumaður, einn þeirra sem vinnur að heimildarmynd um Kalla.

Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson. Mynd af Facebook síðu Akureyrarbæjar.