Fara í efni
Mannlíf

Akureyrarvaka: Hvað er um að vera í dag?

Frá setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hin árlega Akureyrarvaka var sett í gærkvöldi af forseta Íslands í Lystigarðinum. Ýmislegt var um að vera í gær og hver viðburðurinn rekur annan í dag. Forsetahjónin eru í opinberri heimsókn á Akureyri; komu norður í gærmorgun og heimsókninni lýkur síðdegis í dag.

LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST

  • 10.00 – 11.00 Söguganga og sögustaurar

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, taka þátt í sögugöngu um Innbæinn og opna Sögustaurasýningu.

Nánar hér

_ _ _

  • 10.00 - 11.00 – Morgunflot í Sundlaug Akureyrar

Boðið verður upp á djúpslakandi flotupplifun undir handleiðslu vatnsmeðferðaraðila Flothettu.

Nánar hér

_ _ _

  • 10.00 - 12.00 – Dansgleði í Steps

Steps Dancecenter býður upp á  fría danstíma í tilefni Akureyrarvöku.

Nánar hér

_ _ _

  • 10.00 - 11.30 – Huldustígur í Lystigarðinum

Gönguferð með leiðsögn Bryndísar Fjólu sjáanda og garðyrkjufræðings. Í göngunni er gengið hægum skrefum um Lystigarðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum og fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er.

Nánar hér

_ _ _

  • 11.00 - 12.00 – Morgunsigling með Húna II

Skemmtisigling í tilefni Akureyrarvöku.

Nánar hér

_ _ _

  • 12.00 - 16.00 – List getur list

Sýning í Amtsbókasafninu á verkum listamanna sem eru innblásin af öðrum listaverkum. 

Nánar hér

_ _ _

  • 12.00 - 13.00 – Vatnazúmba

Þórunn Kristín, vatnazúmba kennari, býður upp á opinn tíma í Sundlaug Akureyrar í tilefni Akureyrarvöku.

Nánar hér

_ _ _

  • 12.00 - 13.30 – Huldustígur í Lystigarðinum

Gönguferð með leiðsögn Bryndísar Fjólu sjáanda og garðyrkjufræðings. Í göngunni er gengið hægum skrefum um Lystigarðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum og fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er.

Nánar hér

_ _ _

  • 12.00 - 16.00 – 3 á 3 götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa

3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa – glæsilegasta útikörfuboltavelli landsins – við Glerárskóla. Mótið er haldið í tengslum við Akureyrarvöku.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 15.0 – Acro jóga

Hjónin Tinna Sif og Jacob Wood bjóða upp á 2 klst. opið workshop í Acro jóga í menningarhúsinu Hofi. Hjónin hafa stundað acro jóga um árabil og langar að deila þessum skemmtilegu æfingum með bæjarbúum á Akureyri.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 14.00 – Hvað var á seiði hjá Sveini?
Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, spjallar við gesti í Nonnahúsi um dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 – 1869), elstu dagbækur ungmennis á Íslandi og þykja því með merkilegri heimildum 19. aldar. Lesendur Akureyri.net kannast við dagbækurnar því Una, sem rannsakar nú dagbækurnar, hefur birt vikulega pistla upp úr þeim í sumar.
 

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 22.00 – Majó - opið hús í Laxdalshúsi

Matur, drykkir og list í elsta húsi bæjarins, í tilefni Akureyrarvöku og tveggja ára afmæli Majó í Laxdalshúsi.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 13.30 – Arctic Opera

Arctic Opera er hópur klassísk þjálfaðra óperusöngvara á Norðurlandi. Hópurinn býður reglulega uppá tónleika og sýningar undir listrænni stjórn Michael Jón Clarke sem hefur þjálfað flesta flytjendur. Félagar úr Arctic Opera flytja vel valdar perlur í Hamragili í Hofi.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 17.00 – Markaður Lionsklúbbsins Ylfu

Markaður í Aðalstræti 6. Ýmislegt til sölu, öll innkoma rennur óskipt í líknarsjóð Lionsklúbbsins YLFU sem styrkir meðal annars börn og ungmenni á Akureyri og nágrenni.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 16.00 – Fjör með skátafélaginu Klakki

Skátafélagið Klakkur býður upp á dagskrá fyrir alla fyrir framan menningarhúsið Hof.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 17.00 – Fornbílasýning í Listagilinu

Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar halda bílasýningu í Listagilinu. Bæjarbúum og gestum er boðið að skoða stífbónaða stálfáka 25 ára og eldri.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 18.00 – StartStudio

Opið verður á vinnustofu listakonunnar Unnar Stellu Níelsdóttur, StartStudio, á annarri hæð í JMJ húsinu við Gránufélagsgötu.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 17.00 – Flóamarkaður Akureyrarvöku

Í fyrra var mikið fjör á flóamarkaði Akureyrarvöku og í ár verður markaðurinn endurtekinn. Hægt verður að gera góð kaup aldrei að vita nema þú finnir fjársjóð.

Nánar hér

_ _ _

  • 13.00 - 16.00 – Mennska bókasafnið
Opið samtal við allskonar einstaklinga. Hægt er að fá lánaðar mennskar bækur. Á hinu mennska bókasafni gefst tækifæri til þess að spjalla í um hálftíma við einstaklinga sem standa frammi fyrir ólíkum og mögulega mjög framandi áskorunum og heyra þeirra hlið í þeirra eigin orðum.
 

Nánar hér

_ _ _

  • 13.30 - 14.30 – Alone Together
Jazz dúóið Dimitrios Theodoropoulos og Embla Dýrfjörð leika saman á gítar og kontrabassa í menningarhúsinu Hofi.
 
 

Nánar hér

_ _ _

  • 13.45 - 14.15 – Götudanspartý

Hildur og Gerður bjóða öllum dansþyrstum til að koma og dansa á Ráðhústorgi.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – Á heimavelli

Thomas Brewer, gestalistamaður Gilfélagsins og Guðmundur Ármann Sigurjónsson, listamaður og kennari, munu koma saman og sýna lítil verk á pappír, vatnslitamyndir af Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu, vídeo verk og fjögur málverk í raunstærð af fjölskyldu og vinum.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 16.00 – Fjölskyldudagur Icelandair

Fjölskyldudagur Icelandair á Glerártorgi. Boðið verður upp á fjöruga dagskrá, m.a. er ratleikur þar sem í verðlaun verður flugferð fyrir fjóra til Barcelona.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 16.00 – Opið hús hjá AkureyrarAkademíunni

Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum í verslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12. Starfsemin verður kynnt og vinnuaðstaðan sýnd.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – GRÍMANDI í Rösk Rými

Listhópurinn Rösk býður upp á sýninguna Grímandi á Akureyrarvöku sem er listasýning og þátttökugjörningur í senn og hentar fólki á öllum aldri.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 14.50 – Sirkustónar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Á sýningu Sirkussveitar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi verður leikin hress og skemmtileg tónlist innblásin af undraverðum tónum sirkusins, meðal annars lög úr teiknimyndinni Dúmbó, Entrance of the Gladiators og Can-Can.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – Tweed Ride Akureyri

Tweed Ride Akureyri hjóltúr í annað sinn á Akureyri. Mæting er fyrir framan Akureyrarkirkju kl. 14.00. Til að gera stemminguna sem skemmtilegasta eru þátttakendur hvattir til að klæða sig í sparifötin og koma á klassísku og virðulegu borgarhjóli. Tekið er fram að allir eru velkomnir í hvaða fatnaði og hjóli sem er.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – Bökur og vöfflur á Kaffi Zonta

Zontaklúbbur Akureyrar stendur fyrir góðgerðakaffihúsi í Zontahúsinu Aðalstræti 54 í tilefni Akureyrarvöku.

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 15.00  – Kvartettinn Ómar

Ómar er nýstofnaður söngkvartett sem heldur nú sína fyrstu tónleika, í gamla amtmannshúsinu, Hafnarstræti 49. Kvartettinn skipa Helga Kolbeinsdóttir, Harpa Björk Birgisdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jón Pálmi Óskarsson. Á þessari fyrstu efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, bæði þekkt íslensk þjóðlög og verk eftir samtímahöfunda. 

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – SAMTÍMA

Myndlistarélagið stendur fyrir sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku sem ber yfirskriftina SAMTÍMA. Sýningin er liður í að kynna félagsmenn og það sem þeir eru að fást við. 

Nánar hér

_ _ _

  • 14.00 - 17.00 – Körfuboltapartý
Körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir körfuboltaveislu í miðbæ Akureyrar. Gestir geta m.a. tekið þátt í skotkeppni og unnið til verðlauna. Leikmenn meistaraflokks karla leika listir sínar og sýna troðslur. Leikmenn kvennaliðs verða á staðnum og kynna starfið á komandi vetri. 
 

Nánar hér

_ _ _

  • 15.00 - 16.00 – Salsa North

Salsa kennsla og opið dansgólf fyrir alla fyrir utan Vamos á Ráðhústorgi.

Nánar hér

_ _ _

  • 15.00 - 15.20 – Brot úr Njálu á hundavaði

Hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum hleypur hæð sína í öllum herklæðum í Hömrum í Hofi. Þar verður slegið á fislétta strengi og meðal annars boðið upp á skerandi tóndæmi úr Njálu á hundavaði sem sýnt verður á fjölum Samkomuhússins í haust.

Nánar hér

_ _ _

  • 15.00 - 23.00 – Listasafnið 30 ára

Fimm nýjar sýningar í einu flottasta listasafni á Íslandi. Ávörp flytja Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Nánar hér

_ _ _

  • 16.00 - 17.00 – Að leysa fjötraða fegurð úr böndum

Dagskrá í Davíðshúsi við Bjarkarstíg um Davíð Stefánsson skáld og Einar Jónsson myndhöggvara í flutningi Valgerðar H. Bjarnadóttur.

Nánar hér

_ _ _

  • 16.00 - 16.40 – Drottningar ásamt hljómsveit
Tónlistarkonur fyrr og síðar heiðraðar í menningarhúsinu Hofi. Vinkonurnar Guðrún Arngríms, Jónína Björt og Maja Eir hafa síðustu ár flutt haldið fjölda tónleika á Græna Hattinum og víðar undir nafninu Drottningar og ætla nú að flytja uppáhaldslög af tónleikum sínum undanfarin ár.
 

Nánar hér

_ _ _

  • 16.00 - 16.30 – Listamannaspjall með Melanie Ubaldo

Listamannaspjall með Melanie Ubaldo í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri.

Nánar hér

_ _ _

  • 16.30 - 17.00 – Listamannaspjall um samsýninguna Hringfarar

Listamannaspjall um samsýninguna Hringfarar í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri.

Nánar hér

_ _ _

  • 17.00 - 18.00 – Mysingur VI
Mysingur er tónleikaröð sem fram fer í Mjólkurportinu á bakvið Lisatsafnið á Akureyri. Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins fer fram á Akureyrarvöku í dag Að þessu sinni koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir og Miomantis. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu.
 

Nánar hér

_ _ _

  • 20.00 - 21.00 – Diddú og Jónas Þórir í Hofi

Diddú og Jónas hafa unnið saman á vængjum söngsins í rúm 50 ár. Þau hittust í Melaskóla og svo Hagaskóla í Vesturbænum, smullu strax saman músíklega og hafa átt sérlega farsælt samstarf við ótæmandi uppákomur í gegn um tíðina.

Nánar hér

_ _ _

  • 20.15 - 20.30 – Að vera vera - Yuliana Palacios

Að vera vera – Yuliana Palacios fremur gjörning út frá samnefndri sýningu Brynhildar Kristinsdóttur

Nánar hér

_ _ _

  • 20.30 - 23.30 – Stórtónleikar á Ráðhústorgi
Hápunktur Akureyrarvöku 2023. Bríet - Á móti sól - Kári Egils - Hrefna Loga. Vegna framkvæmda í kirkjutröppunum verða stórtónleikar Akureyrarvöku nú haldnir á Ráðhústorgi líkt og var á árum áður. Kynnar kvöldsins, Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason, leiða gesti í gegnum ævintýraheim listarinnar. 
 

Nánar hér

_ _ _

  • 20.45 - 21.15 – The Visitors: Uppsetning, tilgangur og tilurð
Samtal um vinsælustu sýningu Listasafnsins á Akureyri, The Visitors: Uppsetning, tilgangur og tilurð. Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri og myndlistarmaður, eiga samtal um velgengni verksins, uppsetningu, tilgang þess og tilurð.
 

Nánar hér

_ _ _

  • 22.00 til miðnættis – Vídeóverkið Bylta
Verki Mörtu Sigríðar Róbertsdóttur varpað á Listasafnið á Akureyri. Marta Sigríður Róbertsdóttir er hönnuður sem vinnur á mörkum rýmis,

þrívíddar og áþreifanlegra hluta. Hún er útskrifaður innanhússarkitekt úr Konunglegu Listaakademíunni í Haag og hefur í verkum sínum kannað ímyndaða heima með tengingu rýmishönnunar og stafrænnar tækni.

Nánar hér

_ _ _

  • 23.00 til miðnættis – RafKax

Raftónlist og Kaktus sameinast. Upplifun, Rými og lifandi tónlist rennur saman og myndar heild. Viðburðurinn verður í Kaktus í Listagilinu.

Nánar hér

_ _ _

  • 23.30 - 00.30 – Miðnætursigling með Húna II
Skemmtisigling í tilefni Akureyrarvöku. Kristján frá Gilhaga leikur á harmonikkuna fyrir gesti. Athugið að aðeins 80 farþegar komast í ferðina. Fyrstir koma, fyrstir fá.
 

Nánar hér