Fara í efni
Mannlíf

Akureyrarvaka: Hvað er um að vera í dag?

Eldlistamaður á Draugaslóð Minjasafnsins í Innbænum í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyrarvaka, hin árlega bæjarhátíð í höfuðstað Norðurlands, hófst í gær og lýkur á morgun, sunnudag. Hún er jafnan haldin sem næst afmælisdegi Akureyrar 29. ágúst, sem nú ber upp á mánudag og afmælið er stórt að þessu sinni. „Í ár fögnum við því að 160 ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi,“ segir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ og skipuleggjandi hátíðarinnar. 

Í DAG, LAUGARDAG 27. ÁGÚST

09.30 – 10.30 Morgunflot í Sundlaug Akureyrar „Verið velkomin í fljótandi slökunarstund þar sem við upplifum heilandi stund saman í tímaleysi umlukin vatninu,“ segir í kynningu.

11.00 – 12.00 Vatnazúmba í Sundlaug Akureyrar

11.00 – 12.00 Morgunsigling með Húna II – Lagt af stað úr fiskihöfninni sem svo er kölluð norðan athafnasvæðis Útgerðarfélags Akureyringa

11.00 – 14.15 Dansgleði í Steps Dancecenter, Sunnuhlíð 12

 • 11.00, Kríladans 2-5 ára
 • 12.00,  6-11 ára
 • 13.15,  12 ára og eldri

11.00 – 17.00 Minjasafnið og Davíðshús – Í tilefni 60 ára afmælis Minjasafnsins á Akureyri og því að safnið hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2022 verður aðgangur ókeypis á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið og Davíðshús á Akureyrarvöku.

 • Leiðsögn um Minjasafnið kl. 13.00
 • Leiðsögn um Davíðshús kl. 15.00, 16.00, 17.00

Yfirstandandi sýningar eru; Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Akureyri bærinn við Pollinn. Vinsælasta kjörbúð bæjarins, Litla-Kjörbúðin verður opin, hægt að grípa í hljóðfæri, fara í ljósmyndaleik eða bregða sér í búning og heimsækja ljósmyndastofuna eða leikrýmið í Leikfangasafninu.

12.00 – 16.00 3 á 3 götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa norðan Glerárskóla
Þessi glæsilegi útikörfuboltavöllur verður vígður og afhentur Akureyrarbæ klukkan 11.00. Þá verður einnig afhjúpaður minnisvarði um Ágúst H. Guðmundsson.

12.00 – 16.00 Fornbílasýning í Listagilinu

12.00 – 22.00 Þrjár nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu; Egill Logi Jónasson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Form í flæði II

12.00 – 22.00 Skapandi samvera í Listasafninu

12.30 – 13.00 Brasskvintett Norðurlands leikur hressandi og skemmtileg íslensk dægurlög í Listagilinu

13.00 – 15.00 Opið hús hjá Fimleikafélagi Akureyrar í Íþróttamiðstöð Giljaskóla

13.00 – 16.00 Mennska bókasafnið – „Komdu í spjall við áhugaverðar manneskjur“ í Amtsbókasafninu

13.00 – 16.00 Markaður og kökubazar Lionsklúbbsins Ylfu í Aðalstræti 6

13.00 – 16.00 Gallerí Kalli; listamaðurinn Kalli með gallerí á hjólum í miðbænum
Til sölu verða handgerðar bækur og lítil myndverk! Kalli mun keyra um Ráðhústorgið, göngugötuna og Listagilið laugardag og sunnudag í tilefni Akureyrarvöku.

13.00 – 17.00 Líf og fjör á Ráðhústorgi

 • Skátafélagið Klakkur
 • Rauði krossinn
 • Sjálfsbjörg - Aðgengisdagur
  Gestum og gangandi verður boðið að prufa hjólastól og algengar hindranir. Auk þess verður fólki boðið upp á drykki og súkkulaði.
 • Hangry matarvagn
 • Flóamarkaður
 • Dj Vélarnar

13.00 – 17.00 Gengið að Steinmönnum – forvitnileg ganga með Ferðafélagi Akureyrar. Gengið verður af stað frá tjaldstæðinu á Hömrum.

13.00 – 18.00 Fjölskyldufjör í menningarhúsinu Hofi

 • Kassaklifur frá kl. 13.00 til 16.00 í boði skáta.
 • Sirkusfjör frá kl. 13.00
 • Danspartí kl. 13.30
 • Blásarakvintettinn NORÐ-AUSTAN 5 kl. 14.00
 • Felix Bergsson syngur fyrir börnin kl. 15.00
 • Arctic Opera kl. 15.30
  Arctic Opera, hópur klassísk þjálfaðra óperusöngvara á Norðurlandi, stíga á stokk undir listrænni stjórn Michael Jóns Clarke. Söngvarar dagsins verða Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópran, Michael Jon Clarke bariton og Guðrún Ösp Sævarsdóttir mezzosópran. Undirleikari er Risto Laur.
 • Formglíma – opnun myndlistarsýningar Gunnars Kr. Jónassonar kl. 16.00
 • Blásarakvintettinn NORÐ-AUSTAN 5 kl. 16.30

13.30 – 14.00 Miomantis í Listagili
Hljómsveitin Miomantis hefur starfað minna og meira frá árinu 2019. Hljómsveitin skipar Davíð Máni Jóhannesson á söng og gítar, Alexander Örn Hlynsson á gítar, Zophonías Tumi Guðmundsson á bassa, og Bjarmi Friðgeirsson á trommum.

14.00 – 16.00 Opið hús hjá Akureyrarakademíunni í Sunnuhlíð
Heimilisfólk Akademíunnar tekur á móti gestum, kynnir starfsemina og sýnir vinnuaðstöðuna kl. 14.00 - 16.00.

14.00 – 16.00 Karókíveisla Karó og Kíkí í Ráðhúsinu
Karó og Kíki bjóða bjóða börnum að syngja uppáhalds lögin sín í stórkostlegri karókíveislu á sviðinu í Ráðhúsinu á Akureyrarvöku. Hér verður öllu tjaldað til enda snýst þetta fyrst og fremst um að hafa gaman.

14.00 – 17.00 Bökur og brúnkur á kaffi Zonta í Aðalstræti 54
Zontaklúbbur Akureyrar stendur fyrir góðgerðakaffihúsi í Zontahúsinu í tilefni Akureyrarvöku.

14.00 – 17.00 Vaka; samsýning félaga í Myndlistarfélaginu í Mjólkurbúðinni

14.00 – 18.00 Næmm – seinni hluti; innsetning skúlptúra í Kaktus

14.00 – 18.00 Endurkoma & opnar vinnustofur; listhópurinn RÖSK sýnir útiskúlptúra í Listagilinu
RÖSK er samsýningarhópur fjögurra kvenna sem hafa sýnt saman undanfarin ár. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Thora Karlsdóttir.

14.00 Opið hús í Majó í Laxdalshús Jónína Björg með opna vinnustofu.
Opið hús og skemmtileg stemming í elsta húsi bæjarins. Frá kl. 14 og fram eftir kvöldi verður hægt að kíkja við, skoða vinnustofuna, panta sér létta rétti af einfölduðum matseðli og njóta við langborð sem verða sett upp.

Plötusnúður spilar ljúfa tóna, tilboð á drykkjum og almenn stemming. Akureyrarvaka er afmælishátíð Akureyrarkaupstaðar, og í ár markar hún líka 1 árs afmæli Majó í Laxdalshúsi.

16.00 – 16.30 Götudanspartý á Ráðhústorgi

16.00 – 18.00 Formglíma - Gunnar Kr. Jónasson opnar myndlistarsýningu í Hofi

17.00 – 20.00 Mysingur III; tónleikar Mjólkurportinu – Drengurinn fengurinn, Teitur Magnússon og Dr. Gunni

19.00 – 20.00 Dægurlagadaður Tríós Akureyrar á veitingastaðnum Garúnu í Hofi

20.00 – 22.00 Tónaútgáfan - Þó líði ár og öld. Saga Tónaútgáfunnar rakin í tali og tónum í Hofi. Um sönginn sjá þau Erna Hrönn, Magni Ásgeirs, Stebbi Jak, Stefán Elí og Summi Hvanndal. Hljómsveitina skipa Eyþór Ingi Jónsson á orgel og hljómborð, Haukur Pálmason á trommur, Kristján Edelstein á gítar, Magni Ásgeirs á gítar og Summi Hvanndal á bassa.

20.00 – 20.30 Gunni og Felix í Listagilinu – Ein stór fjölskylda

20.30 – 21.00 Anton Líni í Listagilinu

21.00 – 21.30 Bryndís Ásmunds - Tina Turner Show í Listagilinu

21.30 – 22.00 Klara Elías í Listagilinu

22.00 – 00.00 Friðarvaka í kirkjutröppunum

22.10 – 22.15 Hildur Eir Bolladóttir flytur ávarp á sviði 3 í Listagilinu

22.15 – 22.30 Karlakór Akureyrar Geysir  á sviði 3 í Listagilinu

22.00 – 01.30 Á Móti Sól á Græna hattinum

22.30 – 23.00 Unnsteinn og Hermigervill í Listagilinu

23.15 – 03.15 Tónleikaveisla Götubarsins Hafnarstræti 96

 • Villi vandræðaskáld kl. 23.15
 • Rúnar Eff kl. 00.15

23.30 – 00.30 Kvöldsigling með Húna II úr fiskihöfninni