Fara í efni
Mannlíf

Akureyrarvaka: Hvað er um að vera í dag?

Draugaslóð í Innbænum vakti mikla lukku á sínum tíma; Minjasafnið endurvekur hana í kvöld eftir sex ára hlé, en aðeins í þetta eina skipti, að því er segir í tilkynningu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyrarvaka, hin árlega bæjarhátíð í höfuðstað Norðurlands, hefst í dag og stendur til sunnudags. Hún er jafnan haldin sem næst afmælisdegi Akureyrar 29. ágúst, sem nú ber upp á mánudag og afmælið er stórt að þessu sinni. „Í ár fögnum við því að 160 ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi,“ segir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ og skipuleggjandi hátíðarinnar. 

Í DAG, FÖSTUDAG 26. ÁGÚST

10.00 – 10.30 Fána Akureyrarvöku flaggað í Listagilinu með börnum af leikskólunum Kiðagili og Hulduheimum. Nokkur lög verða sungin í tilefni dagsins.

12.00 – 17.00 Skapandi samvera í Listasafninu. Safnið býður upp á fjölskylduleik um sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Frítt er inn á safnið fyrir 18 ára og yngri í dag.

16.00 – 16.30 Sýn úr hæð – Leiðsögn um Sigurhæðir, hús séra Matthíasar Jochumssonar.

16.15 – 18.15 Stefán Þór Sæmundsson var að senda frá sér smásagnasafnið Grímur og heldur af því tilefni útgáfuhóf í Grænumýri 9. Opið hús og upplestur.

17.00 – 20.00 Frí húðgreining í snyrtistofunni Heilbrigð húð í Kaupvangi. Boðið verður upp á veitingar.

19.00 – 20.00 Óskalög barnanna; tónleikar í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Áhorfendur ráða för og þá sérstaklega börnin; þau velja uppáhaldslag og Ívar Helgason og Jónína Björt gera sitt besta til að flytja þau!

20.00 – 22.00 Rökkurró – Setning Akureyrarvöku í Lystigarðinum

  • Djasstríóið BabyBop leikur í garðinum frá 19.40 til 20.00
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar flytur setningarávarp
  • Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ stiklar á stóru í dagskrá Akureyrarvöku
  • Guðný María syngur
  • Jón Arnór og Baldur flytja nokkur lög
  • Kvennakór Akureyrar syngur
  • Stebbi JAK & Hafþór flytja kröftugt rokk
  • Danssýning hóps frá Steps Dancecenter

21.00 – 23.30 Eyþór Ingi og Davíð Sigurgeirsson á Græna Hattinum

21.00 – 23.00 Næmm – fyrri hluti. „Opnun á bragðgóðri sýningu“ í Deiglunni

22.00 – 23.00 Tríó Kristjáns Edelstein í kaffihúsinu LYST, Lystigarðinum

22.00 – 23.00 Hávaðasamar vættir; tónleikar Högna Egilssonar, Daníels Friðriks Böðvarssonar og Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur í menningarhúsinu Hofi

22.00 – 23.30 Vaka – opnun samsýningar félaga í Myndlistarfélaginu í Mjólkurbúðinni

22.30 – 23.30 Draugaslóð í Innbænum

22.30 – 02.30 Tónleikaveisla Götubarsins

  • Sigvaldi Helgi kl. 22.30 - 01.30
  • Villi vandræðaskáld kl. 01.30 - 02.30