Fara í efni
Mannlíf

Akureyrarvaka föstudag – MYNDIR

Rökkurró í Lystigarðinum í gærkvöldi; sungið með rokkaranum Stefán Jakobssyni. Ljósmyndir: Skapti Ha…
Rökkurró í Lystigarðinum í gærkvöldi; sungið með rokkaranum Stefán Jakobssyni. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Bæjarhátíðin Akureyrarvaka var sett í Lystigarðinum í gærkvöldi. Samkoman í garðinum fallega kallaðist Rökkurró; þar setti hátíðina Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar, og boðið var upp á ýmsa tónlist og dans. Fyrr um daginn dró Heimir fána Akureyrarvöku að húni í Listagilinu í félagi við börn af leikskólunum Kiðagili og Hulduheimum.

Í gærkvöldi var tónlist í boði hér og þar um bæinn en í Innbænum bauð Minjasafnið upp á Draugaslóð, dimma og drungalega stund sem margir sóttu.

RÖKKURRÓ Í LYSTIGARÐINUM
Meðal þeirra sem komu fram í Lystigarðinum voru Stebbi Jak – söngvarinn Stefán Jakobsson – og dansarar frá Steps Dancecenter. Gömlum ljósmyndum var varpað á tjald og að lokinni dagskrá utandyra lék hið frábæra Tríó Kristjáns Edelstein á kaffihúsinu LYST; gítarleikarinn Kristján, bæjarlistarmaður Akureyrar í ár, Stefán Ingólfsson bassaleikari og Halldór G. Hauksson trymbill.

_ _ _

DRAUGASLÓÐ Í INNBÆNUM