Fara í efni
Mannlíf

Áhugavert jólarapp frá Röggu – MYNDBAND

Áhugavert jólarapp frá Röggu – MYNDBAND

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 13 ára Akureyringur, sigraði á dögunum í Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, eins og fram kom á Akureyri.net. Það er Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, sem hefur haldið keppnina nær árlega í liðlega tvo áratugi.

Ragga Rix, eins og Ragnheiður kallar sig, flutti eigið lag, Mætt til leiks. Þrátt fyrir ungan aldur er Ragga enginn nýgræðingur í rappinu. Hún byrjaði að semja átta ára og hér má sjá myndband þar sem hún flytur jólalag fyrir tveimur árum, þá 11 ára. Boðskapurinn textans er áhugaverður eins í Mætt til leiks.

Smelltu hér til að sjá vinningslagið í Rímnaflæði á dögunum.

Ragga Rix er með youtube rás þar sem hún hefur birt nokkur lög. Smellið hér til að fara þangað.