Fara í efni
Mannlíf

Afmælisdagur sem Elvý mun varla gleyma!

Elvý Guðríður Hreinsdóttir, móðir tónlistarmannsins Birkis Blæs Óðinssonar, hélt upp á fimmtugsafmælið í dag með því að sjá og heyra son sinn syngja lagið Húsavík (My Home Town) í sænsku Idol söngkeppninni í Stokkhómi. Hann komst áfram eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í kvöld. Flutningurinn var magnaður þrátt fyrir að Birkir Blær væri með hálsbólgu og dómararnir spöruðu ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn.

Næsta víst er að Elvý gleymir ekki afmælisdeginum á næstunni. Tveir bræður Birkis og synir Elvýar voru einnig viðstaddir, svo og Eyþór Ingi, eiginmaður hennar, Jón Óðinn faðir drengjanna og Rannveig Katrín.

Á myndinni, sem tekin var í kvöld, er fjölskyldan alsæl! Frá vinstri: Óðinn Snær Óðinsson, Eyþór Ingi Jónsson, Elvý Guðríður Hreinsdóttir, Birkir Blær, Rannveig Katrín, Hreinn Orri Óðinsson og Jón Óðinn Waage.