Mannlíf
Af barrtrjám á suðurhveli jarðar
30.07.2025 kl. 09:09

Veðurfarslega tilheyrir Ísland hinu vel þekkta barrskógabelti norðursins. Öll önnur gróðurbelti heimsins speglast á bæði hvel jarðarinnar en þar sem barrskógabeltið ætti að vera á suðurhveli eru ekki nægilega stór landsvæði til að hægt sé að tala um hið suðlæga barrskógabelti. Það merkir samt ekki að engin barrtré vaxi á suðurhveli jarðar. Það er þekkt á báðum hvelum jarðarinnar að barrtré geta vaxið víðar en í barrskógabeltinu.
Þannig hefst pistill vikunnar á vef Skógræktarfélagsins Eyfirðinga. Þar fjallar Sigurður Arnarson um þá ætt barrtrjáa sem er mest áberandi á suðurhveli – gagnviðarætt, Podocarpaceae.
Pistill Sigurðar: Einkennisbarrtré suðurhvelsins