Fara í efni
Mannlíf

Að dyndlast aftan í annarra manna bíl

„Fólksvagnarnir voru bestir. Blessuðu þýsku bjöllurnar. En stuðararnir á þeim voru beinlínis hannaðir fyrir handtök okkar krakkanna.“

Þannig hefst 17. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Að þessu sinni rifjar Sigmundur upp þá dægradvöl akureyrskra barna að teika bíla. „Maður var bara eins og fuglinn fljúgandi, fór upp og niður Brekkuna, eða út í Þorp og aftur til baka, ef ekki Innbæinn á enda. Með því einu að teika.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.