Fara í efni
Mannlíf

120 ára reisulegt og stórbrotið hús

Grundargata er stutt en stórmerkileg gata á Oddeyrinni. Hún liggur á milli Strandgötu og Gránufélagsgötu, er aðeins 90 metrar og við hana standa sex hús. Grundargata hefur einhvern hæsta meðalaldur húsa sem þekkist í bænum en húsin sex, sem standa við götuna eru á aldrinum 99-138 ára á árinu 2023. Hornhúsið við Gránufélagsgötu austanmegin, Grundargata 6, er einmitt 120 ára í ár. Reisulegt og stórbrotið hús, segir Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum pistli þar sem hann fjallar um húsið númer 6; það er dæmi um hús, þar sem viðbyggingar og viðbætur hafa skapað ákveðin sérkenni og gefið því sitt einstaka lag, segir hann.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika