Fara í efni
Íþróttir

Venezia hyggst kaupa Jakob Franz af Þór

Jakob Franz í leik með unglingaliði Venezia í vetur.
Jakob Franz í leik með unglingaliði Venezia í vetur.

Ítalska félagið Venezia ætlar að kaupa knattspyrnumanninn unga Jakob Franz Pálsson af Þór í sumar, skv. heimildum Akureyri.net. Venezia fékk Jakob Franz að láni í byrjun febrúar og hefur forkaupsrétt að honum. 

Jakob Franz er nýorðinn 18 ára. Til stóð að hann æfði að hluta til með aðalliðinu í vetur, vegna Covid-19 heimsfaraldursins reyndist það ekki mögulegt en Jakob hefur hefur staðið sig það vel sem hægri bakvörður í unglingaliðinu að forráðamenn Feneyjafélagsins eru staðráðnir í að nýta forkaupsréttinn. Spennandi tímar framundan hjá Þórsaranum unga!

Jakob Franz á að baki 15 leiki með meistaraflokki Þórs í deildar- og bikarkeppni. Hann hefur tekið þátt í 13 landsleikjum; sex með liði U-16, fimm með U-17 og tveimur með U-19. Leikirnir tveir með U-19 voru gegn Færeyingum í Þórshöfn fyrr í þessum mánuði.

Smelltu hér til að lesa frétt Akureyri.net frá því Jakob Franz var lánaður til Ítalíu.