Fara í efni
Íþróttir

Vantar hús til að Þór eignist „félagssvæði“

Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, spyr í grein sem hann sendi Akureyri.net og birtist í gærkvöldi: Hvað er íþróttafélag?

„Það sem flestir bæjarbúar sjá þegar þeir líta yfir svæði íþróttafélagsins Þórs eru iðagrænir knattspyrnuvellir, nýleg flott stúka, stórt og mikið félagsheimili og stórt knattspyrnuhús. Sem sagt fljótt á litið frábær aðstað til íþrótta,“ skrifar Árni Rúnar og heldur áfram: „Svo er raunin alls ekki, vellirnir eru lélegir, stúkan er hálf byggð, grasið í Boganum ónýtt, það eina sem stendur út af Hamar, félagsheimilið og allir sem þar starfa. Það er sómi af því húsi og öllum þeim sem þar innan veggja starfa,“ skrifar formaðurinn.

„Íþróttafélag er aldrei stærra, merkilegra eða meira en iðkendurnir. Þetta er félagsstarfsemi,“ segir hann. „Félagið rekur mjög myndarlegt, en frekar sundurtætt félagsstarf,“ segir hann, en „Íþróttafélagið Þór verður aldrei almennilegt íþróttafélag á meðan á félagssvæðinu er aðeins aðstaða til knattspyrnuiðkunar.“

Árni segir knattspyrnufólk einu Þórsarana sem stundi íþrótt sína á félagssvæðinu. „Meistaraflokkar félagsins í boltaíþróttum innanhús stunda sitt sport út um allan bæ og þurfa að eyða heilmiklum tíma hvert sumar að raða og púsla sín á milli, ekki bara tímum heldur húsum,“ segir hann.

„Ég veit að fólk trúir því ekki hvað mikil lyftistöng það yrði fyrir félagið að fá íþróttahús á félagssvæðið.“

Smellið hér til að lesa grein Árna.