Fara í efni
Íþróttir

Umsjónarkennarinn og Aldís best á skautum!

Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson. Mynd af heimasíðu Skautafélags Akureyrar.
Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson. Mynd af heimasíðu Skautafélags Akureyrar.

Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Skautafélags Akureyrar 2020. Valið var tilkynnt í vikunni og kemur engum á óvart, enda var Aldís Kara kjörin íþróttakona Akureyrar um svipað leyti og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands. Þá er Ingvar Þór einn besti íshokkímaður landsins. Það sem gerir valið á þeim enn skemmtilegra en ella er að Ingvar Þór, sem kennir stærðfræði, eðlisfræði og forritun í Menntaskólanum á Akureyri, er umsjónarkennari Aldísar Köru þar!