Fara í efni
Íþróttir

U18 lið Skautafélagsins varð Íslandsmeistari

Ormur Jónsson, fyrirliði Íslandsmeistaranna, og Helgi Páll Þórisson, formaður Íshokkísambands Íslands.

Lið Skautafélags Akureyrar, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð Íslandsmeistari í íshokkí um helgina. SA sigraði lið Fjölnis 13:7 í síðasta leiknum, sem fram fór í Egilshöllinni í Reykjavík.

Fjölnir vann fyrsta leikhluta 4:3 en SA tvo þá seinni, 8:3 og 2:0.

Í þessum aldursflokki leika stelpur og strákar saman. Lið Íslandsmeistaranna skipa Sigurgeir Söruson, Tómas Guðnason, Ormur Jónsson, Katrín Björnsdóttir, Stefán Guðnason, Birkir Einisson, Uni Sigurðarson, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Hilma Bergsdóttir, Amanda Bjarnadóttir, Arnar Kristjánsson, Gunnborg Jóhannsdóttir, Inga Aradóttir, Daníel Ryan, Aron Ingason, María Eiríksdóttir, Alex Ingason, Elvar Skúlason, Gabríel Benjamínsson, Bjarki Jóhannsson, Þorleifur Sigvaldason og Bjarmi Kristjánsson.